Greiddar bætur

Ég er smá hugsi yfir þessu máli.

Ástæðan er sú að ég varð fyrir ofbeldi að hálfu Sævars líklega í kringum 1974, 

hann og tveir vinir hans réðust á mig og bað Sævar vini sína að halda mér föstum

hann langaði nefnilega að fá að brjóta tennur í mér sér til skemmtunar og yndisauka.

Þegar ég reyndi síðan að kæra til lögreglu þá skráði lögreglan málið niður en sagði síðan við mig að það þýddi ekkert að kæra þessa menn, ég fengi ekkert út úr því nema vandræði.

Ég er ekki sá eini sem hef lent í þessu.

 

Núna þegar að Sævar / afkomendur hans hafa fengið bætur, er þá ekki rétt að banka upp á hjá þeim og fá sinn skerf ?

Lögfræðingar geta haft samband við mig ef þá vantar eitthvað að gera.


mbl.is Að einhverju leyti táknrænn gjörningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Sæll einar!

Kannski fari nú einhverjir að tala, það kom nú einn á flótta undan þessum engladrengjum inn til mín, bjó þá í reykjavík. Hann var fáklæddur og mjög hræddur, sagði að það hefði verið áhveðið að ganga frá sér á sama stað og Geirfinni.

Óskar Kristinsson, 30.1.2020 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband