27.11.2017 | 20:02
Járngirðingar og slys
Hræðilegt að heyra um svona slys.
Ég sem bifhjólamaður hef heyrt tal um annarskonar víravegrið sem hafa verið sett upp t.d. á suðurlandsvegi.
Bifhjólamenn hafa mótmælt uppsetningu svona vegriða hugsandi til þess að detta á hjóli og lenda á slíku vegríði.
Líklega þarf eitt slys og einhver að kubbast í sundur til þess að þetta verði endurskoðað.
Fjarlægir járngirðingar vegna banaslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það versta við þetta er að umferðartæknifræðingar voru margbúnir að vara við þessu og meira að segja hefur áður orðið slys af völdum þessa en sá sem þá var stjaksettur slapp reyndar lifandi. Þetta er því rakið dæmi um að þurft hafi banaslys til að knýja á um nauðsynlegar úrbætur.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2017 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.