27.5.2024 | 17:53
Ótrúlegt Evrópuævintýri Valsmanna ??
Ævintýri Valsamanna gott og gilt en þegar maður fer að skoða málið hvað þá ?
Hvar eru Þýsku, Frönsku, Spænsku og önnur lið í Evrópu sem hafa unnið Evrópu titla hingað til ??
Málið er líklega útskýrt með því að það eru þrjár deildir í Evrópu keppnum í handbolta,
1. Eropean Champions ship Leage, 2. European League og síðan 3. European Cup.
Bestu liðin eru í fyrst tveimur og síðan þriðja deildin þessi European Cup.
Fínt hjá Völsurum að vinna European Cup, en athugið að þetta er þriðja deildin, en fínt að hampa þessu, en er þetta ekki svipað og að vinna kannski aðra deild á Íslandi ??
Ótrúlegt Evrópuævintýri Valsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2021 | 18:40
Lúmskt augnaráð
Var Guðlaugur vísvitandi að píra augun þarna :-)
Óviðunandi segir Guðlaugur Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2021 | 15:10
Hvítir gufustrókar
Það hafa alltaf verið hvítir gufustrókar þarna síðustu árin þegar ég hef farið í göngutúr þarna við Lambafellsgjá, eins og sést á myndinni.
Þannig að þetta er ekkert nýtt.
Hvítir gufustrókar sjást á svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2020 | 13:16
Greiddar bætur
Ég er smá hugsi yfir þessu máli.
Ástæðan er sú að ég varð fyrir ofbeldi að hálfu Sævars líklega í kringum 1974,
hann og tveir vinir hans réðust á mig og bað Sævar vini sína að halda mér föstum
hann langaði nefnilega að fá að brjóta tennur í mér sér til skemmtunar og yndisauka.
Þegar ég reyndi síðan að kæra til lögreglu þá skráði lögreglan málið niður en sagði síðan við mig að það þýddi ekkert að kæra þessa menn, ég fengi ekkert út úr því nema vandræði.
Ég er ekki sá eini sem hef lent í þessu.
Núna þegar að Sævar / afkomendur hans hafa fengið bætur, er þá ekki rétt að banka upp á hjá þeim og fá sinn skerf ?
Lögfræðingar geta haft samband við mig ef þá vantar eitthvað að gera.
Að einhverju leyti táknrænn gjörningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2017 | 22:37
Litlu flokkarnir engjast vegna "pólitískrar óákveðni"
Fyndið að sjá litlu flokkana sem eru ekki í stjórnarmyndun engjast yfir því að hugsanlega sé að myndast Vinstri-Hægri stjórn.
Aumingja Simmi sigurvegari sem enginn vill tala við er svo súr og formaður Samfylkingarinnar í svipuðum gír og ekki sannfærandi.
Aldrei að vita samt hvort þetta Vinstri-Hægri dæmi gengur upp eða endist.
Met í pólitískri óákveðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2017 | 20:02
Járngirðingar og slys
Hræðilegt að heyra um svona slys.
Ég sem bifhjólamaður hef heyrt tal um annarskonar víravegrið sem hafa verið sett upp t.d. á suðurlandsvegi.
Bifhjólamenn hafa mótmælt uppsetningu svona vegriða hugsandi til þess að detta á hjóli og lenda á slíku vegríði.
Líklega þarf eitt slys og einhver að kubbast í sundur til þess að þetta verði endurskoðað.
Fjarlægir járngirðingar vegna banaslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2014 | 16:51
Bráðum verður bannað að anda eða kasta af sér vatni út í náttúrinni
Ég veit ekki betur en að í gegnum árin hafi veiðimenn og fleiri keyrt niður á þessa strönd. Reikna með að veður og vindar hafi síðan afmáð þau spor.
Eigum við ekki aðeins að róa okkur í þessum málum, eða er kannski eitthvað lítið í fréttum núna ?
Sandurinn allur í hjólförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2013 | 08:46
Ein limra í tilefni fréttar um hálkuna
Það er ekki gaman að lenda í svona hálku og gott að allt fór vel.
Ég fékk limrubók um jólin og fréttin um ófarir þingmanns Sjálfstæðisflokksins kveikti þá hugmynd að fréttin væri efni í eina limru.
Það var hún Ragnheiður Elín á ís
sem hóf raust sína og sagði "plís"
takið þetta svell
svo ég fái ekki skell
Allavega ekki fyrr en fólkið kýs
Einar J
Aldrei lent í svona hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2012 | 11:23
Ótrúlegt hvað ungir Sjálfstæðismenn eru fljótir að gleyma
Þeir gleyma líka að höft voru afnumin og pólitískt tengdir bankamenn þeirra keyrðu bankana í kaf og drógu okkur öll hin með.
Þeir horfðu örugglega á skaupið og eru búnir að gleyma því
og þeir horfðu kannski á þáttinn "Inside-Job" á RÚV og vilja líka gleyma því sem þar kom fram.
Það er góður eiginleiki heilans og eiginlega lífsnauðsynlegur, þ.e. að geta gleymt, annars væru margir að bilast á geði að þurfa að muna margar hörmungar lífs síns.
Sumt bara má ekki gleymast og þarf að grafa í stein fyrir suma til þess að minna fólk á.
dæmi: Helförin
dæmi: einkavinavæðing bankana, höfundar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn
Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)